Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Ísland er land þitt..............
18.7.2009 | 20:05
Sem réttmætur eyjabúi á Íslandi, þá hef ég þurft að horfa upp á ekki bara eitt landráð, heldur tvö! Fyrst stela athafnamenn fjármunum Íslands og síðan eru leifarnar seldar sem hrak til Evrópusambandsins. Þvílík svik.
Ég á ekki til stakt orð yfir þeirri ósvífni og óvirðingu sem íslenskri alþjóð hefur verið sýnd! Af öllum, þá er sú ósvífni borin fram af Alþingi Íslendinga.
Ísland er eitt ríkasta land heims! Þó svo að svikulir athafnamenn hafi haft fé af landmönnum, þá er langt í frá að landið sé á barmi ölmusu. Svo langt í frá.
Íslendingar bjuggu í moldarkofum, torfbæjum og hellum langt fram yfir 1900. Margir betri þegnar bjuggu þó betur og standa byggingaverk margra góðra manna okkur enn fyrir sjónum. Það var í raun ekki fyrr en að Heimsstyrjaldirnar kynntu beinharða peninga fyrir landsmönnum og Íslandingar almennt kynntust því góðæri sem ófriður hafði í för með sér.
Skortur á hefð og skortur á virðingu er hugsanlega ólukkusteinn. Skortur á virðingu er skortur á skynseminni sem fylgir því að skilja ekki virðingu. Ef þú virðir ekki hættuna sem eiturlyf geta fært þér, þá ertu búinn að vera. Ef þú virðir ekki hættuna sem fylgir því að taka of mikil lán, þá ertu búinn að vera. Ef þú virðir ekki hætturnar sem leynast á vinnustaðnum, þá ertu búinnn að vera. Ef þú sýnir fólki ekki virðingu, jah, er það ekki bara að líkur sækir líkan heim. Virðing er kannski bara það að vera vel upplýstur um afleiðingar gjörða sinna.
Hver er sökudólgurinn að ofurlánum? Who is the pusher? Það ætti einfaldlega að vera skrifuð lög að ef lán fer yfir veðhæfni, þá á að afskrifa allar upphæðir umfram veð. Því auðvitað getur bankinn gert mistök, og það á jafnt yfir alla að ganga.
Auðug fiskimið landsins munu halda áfram að bera mat á borð landsmanna, á meðan fiskurinn er búinn hjá Evrópusambandinu (nú ætla þeir að ræna okkur og geta ekki beðið).
Vatnsafl og jarðorka landsins mun halda landinu gangandi í áratugi með þekkingu okkar og asíubúa, en nánast engri frá öðrum evrópubúum.
Fólk er orðið malbikinu að bráð og sér ekki náttúruna og auðlindirnar í kringum sig. Fátækt hugans er engin afsökun fyrir sölu landsins til erlendra aðila.
Hvergi nokkurs staðar á jörðinni er til betra drykkjarvatn en á Íslandi (þó sums staðar finnist jafngott).
Ekkert land í heiminum á eins mikið lifandi og gefandi hafsvæði umhverfis sig. Einungis hafsvæðið gerir Ísland að einu af stærstu löndum Evrópu og fiskimiðin eru ómetanleg í krónum eða trilljörðum talið. Svo ekki sé talað um hvalamiðin. Evrópusambandinu klæjar í að ná yfirráðum yfir þessum auðlindum, og Alþingi gefur það á silfurfati. SVEI YKKUR. Þó svo að olía finnist, er þá yrði það bara aukabúskapur.
Ekkert land í heiminum á eins mikla möguleika á því að sýna fordæmi í sjálfbærni í harðbýlu landi eins og Ísland er, og það á öllum vígstöðvum og er þar fyrst að nefna að það er enginn her á íslandi, einungis hjálparsveitir. HJÁLPARSVEIT ekki dauðasveit.
Allt það sem við höfum að bera til að færa Ameríku, Asíu og Afríku í t.d. jarðhitanýtingu er ómælanlegt.
Ísland er evrópskt land með blandaða menningu Evrópu, Ameríku, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Sjálfstæði Íslands er sérstaklega aðlaðandi og í raun aðdáunarvert í öllu þessu ósjálfstæðinu sem ríkir innan Evrópu. Það er kostnaður við slíkt, en uppskeran er margföld.
Ísland er Ísland og það þarf auðmýkt að sýna móðurjörðinni umhyggju. Umhyggju, sjálfstæði, og sjálfsábyrgð er öllu hent út um glugga velunnara Evrópusambandsins, sambandi þjóða sem gátu ekki einu sinni komið fram að heiðarleika þegar efnahagur Íslands hrundi.
Hvernig líður Íslendingum í dag? Íslendingar vita að þegar svipaðar aðstæður koma upp hjá einhverri þjóð, mun sama sagan endurtaka sig, og sú þjóð mun verða þjökuð og væntanlega gleypt eins og Ísland.
Svei ykkur landráðamönnum. Ísland er Ísland en ekki pólitískt bitbein. Óþverrar landsins selja sig ódýrar en hundasúrur.
Það er eins og allir stjónmálamenn séu sammála um það afsala íslensku þjóðinni sjálfræði! Enginn maður/kona með réttu ráði myndi gera slíkt, og því er spurningin hvað veldur því að alþingismenn kjósa þessa leið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)