Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hverju má breyta í næstu kosningum - Vinnulisti

Þessi grein er enn í vinnslu, en þið fáið samt leyfi til að kíkja innihaldið, því þetta varðar okkur öll.....

Almenningur er búinn að missa sjónar af grundvallaratriðum samfélagsins. Það er verið að hnýtast um pólitíska flokka og stefnu þeirra sem komin er út í eiginhagsmunapólitík, í stað þess að huga að grundvelli sem er sameiginlegur okkur öllum.

Það eru mörg mál sem þarf að taka fyrir á Alþingi en er ekki gert vegna hagsmunapólitíkur. Menn eru með málþóf og bryddað er upp á málefni sem eru að þvælast fyrir mönnum, hálfköruð, unnin með hangandi hendi, endalaust er verið að staga í gatasigti, í stað þess grunnurinn sé lagaður og að tekið sé kröftuglega á málefnum, sem einfaldar alla umfjöllun og meðferð.

Ísland er lítið land sem hægt er að reka á mjög hagkvæman en öflugan hátt. Það eru margar lagalegar og siðferðislegar skyldur sem Ríkisstjórn þarf að uppfylla, en siðblinda og vanhæfi núverandi Ríkisstjórnar er með eindæmum. 

Það þarf að laga grunn íslenskrar samfélagsbyggingar og lýðræðis, til að skapa festu og ró til uppbyggingar. Það þarf að taka á núverandi krísu af alefli en það þarf einnig heilbrigðan grunn til að byggja heilbrigt.

Grunnatriði 1

Fyrst af öllu þarf að stofna Samtök Lýðræðisins. Samkvæmt 74. gr. Stjórnarskrárinnar getur hver sem er tekið það hlutverk að sér. Stefna þeirra samtaka er að endurbyggja lýðræðisríkið Ísland. Málefnin eru öll málefni Íslands. Félagar Samtaka Lýðræðisins er fólk sem hefur starfsreynslu og þekkingu til að leggja fram tillögur á þingi um úrbætur samkvæmt reynslu þeirra og dómgreind. Það er hvatt til að Íslendingar sendi inn tillögur að persónum sem þeir telja geta lagt á vogarskálarnar í uppbyggingu íslensks lýðræðis og framtíðar. Þetta fók er því miklu hæfara á Alþingi heldur en þeir atvinnuþæfarar sem hafa gert sig heimkomna á þeirri samkundu.

Grunnatriði 2

-- Til að leggja grunn að sameiginlegri framtíð allra Íslendinga, þá þarf að bæta inn í 40. gr. og 49. gr. í Stjórnarskrá Íslands skv. Grunnatriði 3 hér að neðan.

-- Breyta þarf lögum um fjármálastofnanir. Þar ættu lög að tryggja að allir bankar starfandi á Íslenskum bankamarkaði gætu tryggt allar innistæður á reikningum þeirra. Ekki einungis að tryggja einhverja lágmarksupphæð. Tryggingin gæti verið veitt af Ríkissjóði, en því fylgdi ábyrgð og eftirlit sem hefur skort algerlega hingað til. Aðhald.

-- Ábyrgð valdhafa og stjórnaraðila verði aukin til að opna umræður um öll málefni og tryggja að sem flestir komi að ákvarðanatöku í öllum málaflokkum.

-- Aðhald Ráðherra: T.d. gæti stjórnarandstaðan 2-3svar á ári kosið 3-5 manna nefnd sem væri heimilt að fara fram á opinn fund með hvaða ráðherra sem er og fara í saumana á öllum málum og ákvarðantöku sem viðkomandi ráðherra hefur undir sínu valdsviði. En fyrst þyrfti að breyta 49. gr. Stjórnarskrár Íslands svo sannmælis sé gætt.

Grunnatriði 3: Verndun Stjórnarskrár Íslands I

 #1 Auðlindir þjóðarinnar: 40. gr. Stjórnarskrár Íslands hljóðar:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

-- Hérna eru einungis nefndar fasteignir en það vantar inn auðlindir Íslands, þjóðgarðar, fiskveiðiheimildir, jarðvarma og vatnsföll. Ég efast að auðlindir sé hægt að flokka sem fasteign eins og fasteign er skýrð í lögum. Þessu þarf að kippa í liðinn.

-- Hér mætti einnig bæta inn nokkrum grunn-þjónustuþáttum er varðar öryggi og lífkjör landsmanna allra. Grunnþjónustur eins og hitaveitur, rafmagnsveitur, netveitur og aðra þætti grunnþjónustu þarf að skoða vel til að tryggja að öryggi, verð og þjónustustig sé jafnt til allra landsmanna. Hér er mikilvægt að þessar þjónustur séu í eigu almennings, þar sem verðlagning miðast við að sjálfbærar einingar sem er viðhaldið og þróaðar, en ekki að fjáfestar geti tekið út "arð" eða hagnað, sem einungis er til að hækka verð og lækka lífskjör þjóðarinnar. Þessar sjálfbæru einingar mættu selja sína þekkingu og nýta til að auka verðmæti einingarinnar, en aldrei mættu þær nýta fjármagn einingarinnar til slíks né á nokkurn hátt skuldbinda sig eða hefta sig fjárhagslega í slíkum tilgangi. Þekking eru verðmæti sem hægt væri að setja í sjálfstæð félög, sem að öðru leyti væru ótengd einingunni.

-- Þegar þessar breytingar á Stjórnarskránni hafa verið framkvæmdar, þá þarf jafnframt að vernda þessar breytingar gegn apaköttum á þingi og bæta við að "40. gr. Stjórnarskrár Íslands er einungis hægt að breyta með þjóðaratkvæðagreiðslu íslensku þjóðarinnar."

 

#2 Ábyrgð stjórnarmanna: 49. gr. Stjórnarskrár Íslands hljóðar:

49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]1)
   1)L. 56/1991, 18. gr. 

-- Hér þarf að breyta ábyrgð. Þessi klásúla verndar og leyfir þingmönnum að steypa, ljúga og afvegaleiða almenning og tilheyrir hvergi í raunverulegu lýðræði. Klásúlan þjónar landsmönnum á engan hátt., heldur býr til óvissu. Ábyrgð Ríkisstjórnar ætti að vera algerlega hliðstæð ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja. Ábyrgð stjórnenda þarf að taka til alvarlegrar endurskoðunar til að auka skilvirkni og tiltrú almennings á "kerfinu" sem á að þjóna landmönnum. Að sama skapi þarf almenningur að gera sér grein fyrir því að lýðræðinu fylgir ábyrgð og þarf að taka þátt í þeirri ábyrgð.

Grunnatriði 4: Verndun Stjórnarskrár Íslands II

Það þarf að standa vörð um Stjórnarskrá Íslands. Lögbrot mætti kalla lögbrot, en brot gegn Stjórnarskrá Íslands ætti að varða mun alvarlegri refsingum. Í Stjórnarskránni eru tíunduð grundvallaratriði Íslensks samfélags og þeim þarf að fylgja af festu svo grunnstoðir lýðveldisins haldi. Virðingu við Sjórnarskrána verður að viðhalda, að öðrum kosti fer allt endalega á kollinn. Brot gegn grundvallarsamningi íslenska lýðveldisins grefur undan stoðum samfélagsins og er ólíðandi.

Stjórnarskrá Íslendinga var samin með það fyrir augum að Íslendingar yrðu "frjálsir og óháðir þegnar Lýðveldisins Íslands". Það skýtur því skökku að hægt og bítandi eru Íslendingar að verða fórnarlömb vanrækslu íslenskra valdhafa í eigin landi. Nú er svo komið að búið er að byggja upp iðnað á Íslandi sem byggir á glæpastarfsemi. Þvert á greinar Íslensku Stjórnarskrárinnar. Þá er slík glæpastarfsemi látin nærri afskiptalaus og refsilaus. Þjófnaður á hangilæri hefur álíka refsiramma og nauðgun. Nauðgun er þar af leiðandi orðið beitt vopn sem margir hafa nýtt sér í gegnum tíðina, en þar sem fórnarlömb nauðgana ná sér að jafnaði aldrei aftur í lífinu, þá þarf að gera viðeigandi lagabreytingar sem hæfa betur sem refsing við brotinu.

Húsbrot er andleg nauðgun og brýtur einnig gegn ákvæðum Stjórnarskrárinnar og þarf að taka miklu harðar á þeim refsiramma.

Sama má segja um frelsissviptingu þegar fólki er haldið inni, hvort sem er á heimili sínu eða annarra, numið á brott eða hvers kyns önnur frelsissvipting, á að taka sérstaklega hart á.

Ofbeldi, ógnanir og hótanir eiga heldur ekki heima í neinu siðmenntuðu þjóðfélagi. Það má einnig flokka sem andlegt ofbeldi, og veldur oft varanlegum skaða á fórnarlambinu. Því ætti refsiramminn einnig vera því samsvarandi. Bara grunur um handrukkun ætti að fylgja sjálfkrafa nálgunarbann, því ef engin er handrukkunin, þá ætti það ekki að breyta neinu fyrir þann sem fær á sig slíkt bann fyrr en hann brýtur það. Sama ætti að gilda um ofbeldi og hótanir. Nálgunarbann ætti að nota í miklu ríkara mæli og hafa sérstaklega ströng viðurlög, því það er einföld fyrirbyggjandi aðgerð. Afleiðingar fyrir brotamann að brjóta slíkt bann væru miklu meiri, því þá væri verið að nota 71. gr. Stjórnarskrár Íslands sem á að tryggja alla landsmenn með ströngum refsiramma.

Ef fólk hefði betur áttað sig á að virða Stjórnarskrána, virða friðhelgi einkalífsins, virða ábyrgðina sem fylgir frelsinu, virða afleiðingar af því að vera óábyrgur, virða lýðræðið og virða Stjórnarskrána, þá væri Íslenskt samfélag væntanlega á allt öðrum level en það er í dag.

 

Úr Stjórnarskrá Íslands:

67. gr. [Engan má svipta frelsi......

71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu................

72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur............


Norðmenn á flótta

Hvernig eru Íslendingar að terrorisera vinaþjóðir?

Íslendingar eru nýbúnir að byggja stærsta fjármála-brauðfóta-fyrirtæki heimsins (miðað við þjóðarframleiðslu) sem fór til fjandans og er að taka Ísland með sér.

Svo eru sömu aðilar að biðla til Norðmanna að fá að nota þeirra mynt, því vantrúin er orðin svo gígantísk á íslenska krónu. Norðmenn stökkva á flótta, því þeir búast auðvitað að fáráðlingarnir sem stjórna peningamálum Íslands séu á höttunum eftir “öðru tækifæri” til að byggja og rústa peningakerfum heimsins.

Íslenskir ráðamenn eru terroristar með réttu. Darling og Brown voru í fullum rétti að beita hryðjuverkalögum, séð í ljósi þess að Seðlabankinn hafði þegar í apríl “varað bretana við” að íslenskir ráðamenn réðu ekki við neitt, kunnu ekkert, reyndu ekkert og bara vörpuðu boltanum yfir til bretanna. Stikk frí. Aular.

Kínverjar bundu gengi sitt við dollar í mörg ár, en genginu er nú leyft að flökta um 5% að mig minnir. Kína er ekki eina landið sem bindur sitt gengi á þennan máta. Að auki bönnuðu kínverjar öll erlend viðskipti með sinn gjaldeyri og held ég að það hafi ekkert breyttst til dagsins í dag. Ísland gæti auðveldlega hengt sig fast í dollarann, á föstu gengi í 5-8 ár. Þá væri hægt að einbeita sér að lausn vandamála (eða Alþingi eins of venjulega: bara finna einhvern annan til að leysa vandamálin) og geymt alla umræðu um bæði ESB og gjaldmiðlabreytingu á meðan versta niðursveiflan gengur yfir. Það eru ekki margir valmöguleikar í stöðunni og sérfræðingar hafa alveg ágæta hugmynd um "verðleysisgengi" krónunnar.

En ákveðnar og stefnumarkandi aðgerða má ekki vænta í langan tíma með núverandi stjórn.

http://www.visir.is/article/20081031/FRETTIR01/236420661/-1


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband